„Ekkert verri en karlarnir í snjómokstri“

Anna Jóna segir að eldri karlmönnum lítist oft ekkert á blikuna þegar þeir sjá hana við stýri. Mynd/…
Anna Jóna segir að eldri karlmönnum lítist oft ekkert á blikuna þegar þeir sjá hana við stýri. Mynd/Þröstur Ernir

Anna Jóna Garðarsdóttir fékk nóg af skrifstofuvinnu og ákvað að venda kvæði sínu í kross og hóf störf hjá verktakafyrirtækinu Leó á Akureyri í sumar. Anna skráði sig á vinnuvélanámskeið í haust og undanfarnar vikur hefur hún ekið um á 14 tonna hjólaskóflu og mokað snjó. „Það er alls ekki algengt að konur séu að vinna á gröfu og ég held að ég sé sú eina hér á Akureyri,“ segir Anna Jóna í samtali við Vikudag. Anna segir fólk oft verða hissa þegar það sér hana á gröfunni. Nánar er rætt við Önnu Jónu í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur 17. desember

Nýjast