Alþýðusamband Íslands stendur í samstarfi við aðildarsamtök sín að verkefni gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi með yfirskriftinni EINN RÉTTUR – EKKERT SVINDL! Vert er að benda á nýja heimasíðu verkefnisins sem og síðu sem það er með á Facebook.
Besta leiðin til að koma í veg fyrir að svindlað sé á manni er að þekkja réttindi sín og standa fast á þeim. Á heimasíðunni má m.a. finna stutt yfirlit yfir helstu réttindi launafólks sem búið er að berjast fyrir í hundrað ár, stöndum vörð um þau saman. Ef þú ert í vafa um réttindi þín geturðu alltaf leitað til stéttarfélagsins þíns til að fá upplýsingar og ráðgjöf.
MARKMIÐ VERKEFNISINS:
Verkefnið beinist gegn þeim fyrirtækjum sem misnota erlent vinnuafl og ungt fólk og skapa sér þannig samkeppniforskot. Verkefnið beinist ekki gegn erlendum starfsmönnum sem komið hafa hingað til lands í góðri trú.
ÁHERSLA ER LÖGÐ Á:
Verkefnið er tvískipt, annars vegar beinist það að brotum gagnvart erlendu vinnuafli og hins vegar brotum á ungu fólki en báðir eiga þessir hópar sammerkt að vera illa upplýstir um rétt sinn á vinnumarkaði. ASÍ hefur reynt að nálgast erlenda hópinn með dreifimiðum og plakötum m.a. í matvöruverslunum en yngri hópinn með nýrri vefsíðu og myndböndum sem ætlað er að verkja ungt fólk til um hugsunar um réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði.
Hér má sjá hin Ekkert svindl myndböndin