Ekkert sprengt í níu daga

Sementi er dælt í bergþéttiholur, án árangurs/mynd VB
Sementi er dælt í bergþéttiholur, án árangurs/mynd VB

Heitavatnsæðin sem fannst í Vaðlaheiðargöngum  í síðustu viku er 15 til 20 metrum fyrir innan gangastafninn og er hún þvert á sjálf göngin. Gríðarlegu magni af sementi hefur verið dælt í bergþéttiholur, en án árangurs. Æðin fannst á miðvikudaginn í síðustu viku og hefur ekkert verið hægt að spengja síðan þá, þar sem ekki hefur tekist að loka æðinni. Vatnið er rúmlega 50 gráðu heitt og rennslið er á bilinu  60 til 70 lítrar á sekúndu.

Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga ehf segir að sænskur sérfræðungur hafi verið kallaður til skrafs og ráðagerða. "Það eru til önnur leið til að loka æðinni, sem er mjög kostnaðarsöm, um er að ræða efnaeðju í stað sements. Verktakinn hefur verið beðinn um að vera viðbúinn slíkri aðgerð, línur skýrast væntanlega nánar um helgina,“ segir Valgeir Bergmann.

Nánar um þetta mál í prentútgáfu Vikudags

Nýjast