Ekkert smit greinst síðustu tvo daga á Norðurlandi eystra

Smitum heldur áfram að fækka á Akureyri og nærsvæðum.
Smitum heldur áfram að fækka á Akureyri og nærsvæðum.

Ellefu greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og voru aðeins þrír af þeim í sóttkví. Öll smitin sem greindust voru á höfuðborgarsvæðinu sem þýðir að annan daginn í röð greindist ekkert smit á Norðurlandi eystra. 

Nú er 19 í einangrun í landsfjórðungnum og 20 í sóttkví.  Lögreglan á Akureyri ítrekar að þótt faraldurinn sé á niðurleið á svæðinu sé stríðið ekki unnið.

„Þótt þetta gangi vel hjá okkur þá leynist veiran út í samfélaginu. Hún er fljót að fara af stað ef að ekki er gætt að sér.  Þetta er alls ekki búið og það sem fólk telur vera "saklausan hitting" gæti reynst dýrkeypt meðan þetta ástand varir. Þá getur maður spurt sig, er það þess virði? Njótið dagsins og förum varlega," skrifar lögreglan. 

Athugasemdir

Nýjast