Alls greindust 97 ný kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af voru 54 í sóttkví og 43 utan sóttkvíar. Ekkert smit greindist hins vegar á Norðurlandi eystra og hefur einstaklingum í einangrun fækkað um einn síðan í gær og sömuleiðis hefur fækkað um fimm sem eru í sóttkví.
Nú eru alls 7 í einangrun á Norðurlandi eystra og 23 í sóttkví.