„Það er ekkert annað í stöðunni en að vinna. Það er ekkert stress hjá okkur og við finnum ekki fyrir neinni pressu og ætlum bara að njóta þess að spila og hafa þetta skemmtilegt í kvöld,” sagði Árni í samtali við Vikudag í morgun.
Árni lenti í því að nefbrotna í leiknum sl. fimmtudag en hann verður engu að síður með í kvöld. „Ég verð með. Ég verð örugglega með grímu en það er eitthvað verið að skoða þetta með leyfi og þess háttar,” sagði Árni. Það verða því væntanlega tveir grímuklæddir menn í liði Akureyrar í kvöld, en Hreinn Þór Hauksson í liði norðanmanna er einnig nefbrotinn.
Mikil stemmning er á Akureyri fyrir leiknum í kvöld og búast má við fullu húsi í Íþróttahöllinni en húsið opnar kl. 19:00. Hitað verður upp fyrir leikinn með tónlist, andlitsmálningu og grilli svo eitthvað sé nefnt.