19. júní, 2007 - 10:12
Fréttir
Starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar unnu að því í morgun að lagfæra skemmdir sem urðu á tveimur gangbrautarstaurum á Hörgárbraut, rétt við gatnamótin á Stórholti. Bifreið var ekið á staurana aðfaranótt sunnudags og miðað við ástand þeirra er ljóst að sú bifreið sem þar kom við sögu hefur verið mikið skemmd. Lögreglan hefur ekki gefið neinar upplýsingar um þetta atvik.