Eivør og SN með tónleika í Hofi

Á laugardaginn gengur færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir ásamt hljómsveit sinni til liðs við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi á Akureyri. Flutt verða eldri og nýrri lög Eivarar sem endurspegla líf hennar, æskuna, ástina og sorgina. Tróndur Bogason eiginmaður Eivarar útsetti lögin fyrir þetta tilefni en hann á farsælan feril að baki sem tónskáld og leikur einnig á hljómborð í hljómsveit Eivarar. Aðrir í hljómsveitinni eru þeir Høgni Lisberg trommuleikari, Magnus Johannesen píanóleikari og Mikael Blak bassaleikari. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar Sinfoníuhljómsveit Norðurlands. Uppselt er á tónleikana.

Nýjast