Jón Sverrir Sigtryggsson bauð rúmar 40,3 milljónir króna í verkið, eða 103% af kostnaðaráætlun, B Hreiðarsson ehf. bauð rúmar 55,4 milljónir króna, eða um 141% af kostnaðaráætlun og Dúkþak ehf. bauð rúmar 60,2 milljónir króna, eða 153,6% af kostnaðaráætlun.
Eins og fram hefur komið stendur til að skipta um gólf í Íþróttahöllinni, þar sem dúkurinn á gólfi Hallarinnar þykir barns síns tíma og að margra mati ekki boðlegur til íþróttaiðkana. Ekki er þó talið ráðlegt að skipta um gólf í Höllinni fyrr en búið er að gera við þakið en lekavandamál hefur verið þar viðvarandi í áratugi.