Helgi Sigurðsson, eigandi Sprettsins segir að þegar best lét, er hann hóf sinn rekstur í byrjun 9. áratugar síðustu aldar, hafi leigurnar verið yfir 15 talsins. Mikilli fækkun sé hins vegar um að kenna miklu framboði á afþreyingarefni. Nefnir hann til sögunnar stóraukið framboð á sjónvarpsmarkaði, tölvubyltinguna og myndbandaleigur í gegnum stafræn kerfi eins og t.d. Skjáinn svo eitthvað sé nefnt.
Rekstur Sprettsins gengur að sögn Helga ágætlega og á hann ekki von á öðru en svo verði áfram. Hann telur að ástandið verði nú óbreytt um komandi tíma á leigumarkaðnum, það muni ekki versna en það muni heldur ekki verða aukning á ný og þeir gullaldartímar þegar sem fjölmargar leigur voru starfræktar, komi ekki aftur.