„Eins og ísköld vatnsgusa í andlitið"

Sóley Björk Stefánsdóttir kom ný inn í bæjarstjórn Akureyrar á vordögum sem oddviti Vinstri-græna. Jafnframt vinnu við bæjarmálin hefur Sóley starfað hjá Grasrót-skapandi samfélagi í hálft ár en þar var hún formaður í tvö ár. Sóley hefur líka setið í stjórn Aflsins í rúmlega ár og er nú gjaldkeri þar en einnig situr hún í stjórn KvikYndis, kvikmyndaklúbbs Akureyrar. Sóley, sem er menntaður fjölmiðlafræðingur frá Háskólanum á Akureyri, segist ekki eltast við peninga heldur hugsjónir og að efnisleg gæði séu ekki það sem færir henni gleði í lífinu.

Vikudagur hitti Sóleyju og spjallaði við hana um pólitíkina, bíómyndir og margt fleira en viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags

Nýjast