Íbúum þeirrar deildar verður boðin önnur pláss í Hlíð sem losna og starfsfólki verður boðin önnur sambærileg störf á ÖA - engum verður sagt upp. Brit segir að eftir mikið þref, tölvupósta, fundarhöld og símtöl hafi verið dregið úr niðurskurði um 3 hjúkrunarrými frá upphaflegu fjárlögunum. Fækka þurfi um 7 rými en ekki 10 eins og upphaflega stóð til. Í vikunni var fundað með starfsfólki í Birki - og Lerkihlíð og með íbúum Lerkihlíðar og aðstandendum og farið yfir stöðuna. Brit segir að þetta verði erfitt ekki síst fyrir íbúana sem þurfa að flytja, einnig fyrri starfsfólkið og gagnvart þjónustunni úti i bæ.