Einn af týndu kynslóðinni á Akureyri

Eftir tuttugu ára fjarveru ákvað Gunnar Gunnsteinsson að snúa aftur heim til Akureyrar með fjölskylduna. Gunnar sótti um stöðu framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar og var ráðinn. Hann tók til starfa um áramótin og segir krefjandi verkefni bíða. Hann hefur fengist við ýmislegt í gegnum tíðina og hefur starfað sem leikari, leikstjóri, framleiðandi og framkvæmdastjóri Tjarnarbíós og Sjálfstæðu leikhúsanna.
Gunnar færði okkur m.a. Ávaxtakörfuna og einnig flutti hann barnaefnið Stubbana inn til landsins, sem margir foreldrar kunnu honum eflaust þakkir fyrir. Hann er útskrifaður leikari frá Leiklistarskóla Íslands og með MA í stjórnun menningar- og menntastofnana frá Háskólanum á Bifröst, ásamt diplómu í markaðs- og útflutningsfræðum. Hann segir það góða tilfinningu að vera fluttur aftur í heimabæinn og spennandi tíma er séu framundan.
Vikudagur fékk sér kaffibolla með Gunnari og má nálgast viðtalið í prentútgáfu Vikudags.