06. febrúar, 2007 - 15:33
Fréttir
Mjög harður árekstur vörubifreiðar og fólksbifreiðar varð á mótum Óseyrar og Krossanesbrautar nú fyrir skömmu. Roskinn maður sem var ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild til skoðunar en fékk að fara heim að henni lokinni. Minni bifreiðin var óökufær en minni skemmdir á vörubifreiðinni.