Einmuna veðurblíða

Einmuna veðurblíða hefur verið á Akureyri síðustu daga og í dag fór hitinn í um og yfir 20 gráður í plús. Hefur hitinn ekki mælst jafn mikill á Norðurlandi á þessum árstíma fyrr. Mikill fjöldi fólks er í bænum, meðal annars um 200 keppendur á Hængsmótinu, opnu íþróttamóti fyrir fatlaða, sem nú stendur yfir í Íþróttahöllinni. Mikill fjöldi fólks var í miðbænum og í Sundlaug Akureyrar var þröng á þingi. Fjölmargir kylfingar léku golf á golfvellinum á Þverá í Eyjafjarðarsveit og voru þeir fyrstu mættir á völlinn strax kl. 06.30 í morgun. Það skyggði hins vegar á gleðina á vellinum og víðar í Eyjafirði að bóndi í Eyjafjarðarveit kveikti í sinu og lagðist reykur yfir stórt svæði. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hlýindum næstu daga.

Nýjast