Eini strákurinn í bekknum
Oft hefur verið talað um karlagreinar og kvennagreinar þegar kemur að námi. Námsgrein eins og vélstjórn hefur þótt karllæg og meðan hársnyrtiiðn hefur þótt kvenlæg svo dæmi sé tekið. Þrátt fyrir að þetta sjónarmið hafi breyst töluvert með síðari árum er enn áberandi kynjamunur í þessum greinum.
Pálmar Magnússon frá Svalbarðseyri lét drauminn rætast og skellt sér í hársnyrtinám fyrir þremur árum, en hann stundar nú nám við Verkmenntaskólann á Akureyri.
Pálmar segir þó að það hafi verið erfitt að taka skrefið og skella sér í hárgreiðslunám og sigla þannig á móti straumnum, ef svo má að orði komast.
Ég viðurkenni alveg að ég hætti við á tímabili. Sennilega var eitthvað óöryggi í sjálfum mér. En um leið og ég tók ákvörðun þá var þetta ekkert mál," segir Pálmar en nánar er rætt við hann Pálmar í prentútgáfu Vikudags.
-þev