Einhverfan snertir alla fjölskylduna

Hulda Guðný Jónsdóttir kennari við Síðuskóla á Akureyri þekkir einhverfu eflaust betur en margir aðrir. Hún á son sem greindist með dæmigerða einhverfu á grunnskólaaldri en hann er 16 ára í dag. Einnig hefur hún starfað sem kennari og fagráðgjafi á sérdeild fyrir einhverf börn í Síðuskóla í níu ár. Hulda segir ákveðna fordóma enn vera við lýði í garð barna- og unglinga með einhverfu og skylda sjúkdóma. Mikilvægt sé að halda fræðslunni um þessa tegund fötlunar en hún er að flestu leyti ósýnileg. Vikudagur settist niður með Huldu.

-Hvenær og hvernig uppgötvaðist að sonur þinn væri einhverfur?

„Það var frekar seint en hann var 10 ára þegar hann greindist með dæmigerða tegund af einhverfu. Ég áttaði mig ekki á þessu í fyrstu og fannst hegðun hans ekkert frábrugðin hegðun annarra barna. Þegar ég hins vegar lít til baka sé ég að einkennin voru augljós."

throstur@vikudagur.is

Þetta er aðeins brot úr ítarlegu viðtali við Huldu sem nálgast má í heild í prentútgáfu Vikudags

Nýjast