20. janúar, 2010 - 16:16
Fréttir
Niðurstöður könnunar frá 2009 benda til þess að einelti í grunnskólum á Akureyri hafi minnkað og sé vel undir landsmeðaltali.
Helga Halldórsdóttir deildarstjóri í Glerárskóla mætti á fund skólanefndar í vikunni og gerði grein fyrir stöðu
mála á Akureyri hvað varðar einelti í grunnskólum.
Helga fór yfir niðurstöður könnunar frá 2009 sem gerð var í samstarfi við Olweusarverkefnið og bar niðurstöður saman við
niðurstöður úr samskonar könnun frá 2007. Skólanefnd fagnar niðurstöðunum, en bendir á að áfram verða skólar að
vinna markvisst gegn einelti til að halda sömu þróun áfram.