Ein 84 ára á Zumbanámskeiði á Raufarhöfn!

Zumbahópurinn á Raufarhöfn. Jóhanna Svava er lengst t.h. í aftari röð. Mynd: Þekkingarnet Þingeyinga…
Zumbahópurinn á Raufarhöfn. Jóhanna Svava er lengst t.h. í aftari röð. Mynd: Þekkingarnet Þingeyinga.

Í síðustu viku fór af stað á vegum Þekkingarnets Þingeyinga 6 vikna Zumbanámskeið á Raufarhöfn undir stjórn Jóhönnu Svövu Sigurðardóttur, Zumbakennara. Frábær þátttaka er á námskeiðinu og meira að segja einn karlmaður. Þetta er í fyrsta skipti sem karlmaður mætir á Zumbanámskeið á vegum Þekkingarnetsins og eru menn þar í skýjunum með það. Einnig kom í ljós á þessu námskeiði að aldur er engin afsökun fyrir að mæta ekki á námskeið og dansa. Elsti þátttakandinn á námskeiðinu er 84 ára, eiturhress kona. Hún gaf ekkert eftir og skemmti sér mjög vel. hac.is/js.

Nýjast