Eignir í fjölbýli lækka í verði

Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins var 69 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á Akureyri í marsmánuði, einum fleiri en í febrúar. Af þessum 69 eignum voru 33 í fjölbýli, 34 í sérbýli og 2 aðrar eignir. Það sem vekur mesta athygli við skoðun á upplýsingum frá Fasteignamatinu er að íbúðaverð í fjölbýli á Akureyri lækkar umtalsvert á milli mánaða.

Í febrúar seldust 34 eignir í fjölbýli á 17,9 milljónir að jafnaði en í mars seldust 33 íbúðir í fjölbýli á 15,5 milljónir að jafnaði. Íbúðaverð í fjölbýli hefur þó hækkað verulega frá síðasta ári eða um 1 milljón króna. Aðra sögu er að segja um eignir í sérbýli. Alls seldust 25 slíkar í febrúar á 23,1 milljón að meðaltali en í mars seldust 34 eignir og meðalverðið var 25,6 milljónir króna.

Nýjast