Eigendur fá íbúðir sínar afhentar

Ragnar Hermannsson verkefnastjóri hjá Trésmiðjunni Rein. Mynd/epe
Ragnar Hermannsson verkefnastjóri hjá Trésmiðjunni Rein. Mynd/epe

Lyklar verða afhentir að fyrstu 10 íbúðunum að Útgarði 6 á Húsavík á fimmtudag klukkan 14. Húsið er steinsteypt fjöleignarhús fyrir 55 ára og eldri sem skiptist í þrjár hæðir með 18 íbúðum og kjallara með 18 séreignargeymslum og ýmsum rýmum sem verða í sameign allra.

Ragnar Hermannsson, verkefnastjóri hjá Trésmiðjunni Rein sem sér um framkvæmdirnar sagði í samtali við blaðamann þegar hann leit við á byggingarstað í dag að það vær allt á útopnu við að klára fyrstu íbúðirnar. „Við höfum í mörg horn að líta,“ segir hann og bætir við að verkinu miði vel. Á fjórða tug iðnaðarmanna vinna nú hörðum höndum við að koma verkefninu í höfn og kveðst Ragnar vera bjartsýnn á að það takist enda sé búið að selja allar íbúðirnar.

Fréttin var uppfærð kl 15:43 eftir ábendingu frá lesanda en í upphaflegu fréttinni gleymdist að taka fram í hvaða þéttbýliskjarna fréttin á við um. Það hefur nú verið lagfært.


Athugasemdir

Nýjast