Ég vil finna fólkið sem fékk Akureyrarveikina"
Helga Haraldsdóttir, 71 árs jógakennari á Akureyri, veiktist af Akureyrarveikinni árið 1949. Hún var á meðal þeirra yngstu sem veiktust á sínum tíma en hún var þá fimm ára gömul. Flestir sem veiktust voru á bilinu 15-19 ára. Akureyrarveikin er sjúdómur sem gekk yfir landið um miðja síðustu öld. Um er að ræða smitandi sjúkdóm sem lýsti sér með miklum verkjum í vöðvum, hita og einkennum frá heila og/eða mænu.
Á þessum tíma voru íbúar Akureyrar 6.900 talsins en alls veiktust 465 manns af Akureyrarveikinni eða tæp 7% íbúa. Helga vill stíga fram og vekja umræðu um sjúdóminn til að freista þess að ná til þeirra sem einnig veiktust.
Ítarlegt viðtal er við Helgu Haraldsdóttir í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær