„Ég var komin á ákveðna endastöð í lífinu"

Hún var lögð í einelti í grunnskóla sem hefur markað djúp spor í líf hennar. Eftir áralanga drykkju og notkun annarra vímuefna reyndi hún að svipta sig lífi aðeins 22 ára gömul. Sandra Sif Jónsdóttir, jógakennari og meistaranemi á Akureyri, segir einelti geta haft alvarlegar afleiðingar en eftir að hafa lent á botninum sneri hún lífi sínu við. Hún flutti nýverið erindi í Háskólanum á Akureyri á málstefnu um einelti og áhrif þess en sjálf hefur hún stundað nám og unnið í málefnum tengt einelti og ofbeldi.

Vikudagur heyrði sögu Söndru en ítarlegt viðtal við hana má nálgast í prentútgáfu Vikudags

Nýjast