„Ég set fjölskylduna framar tónlistinni"

Jónsi er í ítarlegu viðtali í Vikudegi. Mynd/Þröstur Ernir
Jónsi er í ítarlegu viðtali í Vikudegi. Mynd/Þröstur Ernir

Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi Í svörtum fötum, varð landsþekktur
á skömmum tíma þegar lagið Nakinn sló í gegn í upphafi síðasta áratugar. Hann hefur fengið að kynnast bæði jákvæðum og neikvæðum hliðum sem fylgja því að vera þekktur og hefur dregið sig hægt og bítandi úr sviðsljósinu undanfarin ár. Hann varð ástfanginn af konunni sinni þegar hann var á grunnskólaaldri og hafa þau verið saman í um 20 ár.

Jónsi var staddur í fríi á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni nýverið og blaðamaður Vikudags settist niður með Jónsa og spjallaði við hann um daginn og veginn. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu í Vikudags sem kom út í dag.

Nýjast