„Ég sé enga ástæðu til að hætta“

„Ég sé enga ástæðu til að hætta á meðan ég hef gaman af þessu og er alveg viss um að ég muni spila o…
„Ég sé enga ástæðu til að hætta á meðan ég hef gaman af þessu og er alveg viss um að ég muni spila og syngja undir það síðasta,“ segir Rabbi Sveins í ítarlegu viðtali í Vikudegi. Myndir/Þröstur Ernir.

Tónlistarmaðurinn Rafn Sveinsson, eða Rabbi Sveins eins og hann er kallaður í daglegu tali, hefur lifað og hrærst í tónlist allt sitt líf. Hann hefur verið fyrirferðarmikill í tónlistarlífinu á Akureyri undanfarna áratugi og leikið með ýmsum hljómsveitum og verið með sínar eigin hljómsveitir. Hann hefur samið mikið af textum í gegnum tíðina og lagið Æskuást, sem Erla Stefánsdóttir söng í kringum árið 1960, var t.d. eitt allra vinsælasta lagið hér á landi á þeim tíma en Rabbi gerði einmitt textann við lagið.

Vikudagur kíkti í kaffi til Rabba Sveins og spjallaði við hann um tónlistina og margt fleira. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.

Nýjast