Ég og Guð erum góðir vinir"
Árið 2014 var minnisstætt og viðburðaríkt í lífi séra Odds Bjarna Þorkelssonar, sem eflaust er einna þekkastur sem aðalsöngvari Ljótu hálfvitanna. Oddur fluttist búferlum norður í Hörgárdal í fyrrasumar er hann var skipaður prestur í Dalvíkurprestakalli. Oddur og konan hans, Margrét Sverrisdóttir, eignuðust sitt fyrsta barn í fyrra, sem hann segir hafa gjörbreytt sínu lífi.
Vikudagur fékk sér kaffibolla með Oddi og ræddi við hann um prestsstarfið, Guð, sköpunargleðina og ýmislegt fleira. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.