Ég missti algjörlega stjórn á lífi mínu"
Tryggvi Gunnarsson er mörgum kunnur og umtalaður að eigin sögn fyrir störf sín í pólitík og félagsstörfum í gegnum tíðina á Akureyri. Hann er fjögurra barna faðir, uppalinn í Breiðholtinu í Reykjavík en knattspyrnan dró hann norður yfir heiðar á sínum tíma. Tryggvi glímdi við áfengisvandamál í mörg ár sem hefur haft djúpstæð áhrif á líf hans. Hann ákvað fyrir tæpum tuttugu árum að hætta að drekka og síðan þá hefur hann aldrei langaði í áfengi.
Vikudagur spjallaði við Tryggva um áfengisbölið, pólitíkina, fótboltann og erfiðleikana sem hann og konan hans tókust á við þegar elsti sonur þeirra varð fíkniefnum að bráð. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags.
-þev