Ég lít á sjúkdóminn sem áskorun"
Inga Heinesen, 25 ára tveggja barna móðir og hjúkrunarfræðinemi, er í miðju greiningarferli vegna MS-sjúkdómsins. Um er að ræða taugasjúkdóm í miðtaugakerfi, sem hefur áhrif á taugaboð í heilanum, mænunni og sjóntaugum. Inga segir áfallið hafa verið mikið þegar hún fékk þær fréttir fyrir tveimur árum síðan, daginn fyrir 23 ára afmælisdaginn, að hún væri hugsanlega haldin sjúkdómnum. Hún tók fréttunum hins vegar með miklu æðruleysi og breytti lífi sínu í kjölfarið.
Vikudagur heimsótti Ingu og heyrði sögu hennar en nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.