Ég hélt ég væri að deyja
Sigfús Ólafur Helgason hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur gegnt félagsstörfum í þrjá áratugi, verið formaður og framkvæmdastjóri Þórs og formaður Hestamannafélagsins Léttis svo eitthvað sé nefnt. Hann er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum, hefur munninn fyrir neðan nefið og segist ávallt vera fylginn sér. Sigfús starfar nú á þjónustukjarna fyrir geðfatlaða í Hafnarstræti en hann vann áður í þrjú ár í Hlíðarskóla og segir það hafa haft mikil áhrif á sig.
Sigfús hætti að drekka fyrir 26 árum og segir það mesta gæfusporið á sinni lífsleið. Hann var hætt kominn þegar hann hneig niður í Hamri fyrir sjö árum og segist hafa fengið gula spjaldið.
Vikudagur fékk sér kaffibolla með Fúsa en nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags.