Ég get týnt mér í því að horfa á laufblöð og hugsa um rigninguna"
Vísindabók Villa 2 hefur slegið í gegn líkt og fyrri bókin gerði fyrir tveimur árum. Höfundur bókarinnar er Vilhelm Anton Jónsson, sem margir þekkja betur sem Villa Naglbít en krakkarnir þekkja hann eflaust flestir sem einfaldlega Villa. Hann hefur leikið bíómyndum, unnið í útvarpi og sjónvarpi og er mikill hugsuður að eigin sögn. Hann eyddi fyrstu árunum á Laugum í Reykjadal með viðkomu í Skotlandi. Síðar fluttist hann til Akureyrar, bjó á Brekkunni og stofnaði 200.00 Naglbíta ásamt bróður sínum og fleirum góðum.
Villi var staddur á Akureyri á dögunum til að kynna nýja bókina. Blaðamaður Vikudags spjallaði við hann um bókina, tónlistina, æskuárin og ýmislegt fleira. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.