„Ég er orðinn óþolandi væminn,“ segir Magni

Magni Ásgeirsson/mynd Þröstur Ernir
Magni Ásgeirsson/mynd Þröstur Ernir

Guðmundur Magni Ásgeirsson - Magni í Á móti sól - hefur komið sér vel fyrir á Brekkunni á Akureyri ásamt konu sinni og þremur börnum. Magni starfar sem tónlistarmaður og rekur sitt eigið fyrirtæki. Hann er sjaldan heima hjá sér um helgar en segist duglegur við uppeldið á drengjunum og húsverkin á virkum dögum.

Mikill fjölskyldumaður

„Ég er eiginlega orðinn óþolandi væminn, miðaldra fjölskyldumaður sem vill bara vera heima hjá sér. Helst vil ég hafa fjölskylduna með mér hvert sem ég fer en það gengur náttúrulega ekki um helgar þegar ég er að spila. En þá reyni ég að koma heim um leið og ég get, í síðasta lagi í hádeginu á sunnudegi. Mér finnst starfið mitt fara ágætlega saman við fjölskyldulífið en þetta verður kannski erfiðara eftir því sem börnin verða eldri. Elsti strákurinn minn er orðinn vanur þessu og er bara að leika við vini sína. Egill litli, 2ja ára, verður hins vegar hundfúll þegar ég fer en er þó fljótur að fyrirgefa mér þegar ég kem til baka.“

throstur@vikudagur.is

Rætt er við Magna í prentútgáfu Vikudags

Nýjast