„Ég er alltaf sami rokkhundurinn“

Jenni ásamt hundinum Max.
Jenni ásamt hundinum Max.

Jens Ólafsson, betur þekktur sem Jenni í Brain Police, hefur komið sér ágætlega fyrir í Danmörku en þangað flutti hann fyrir fimm árum. Hann segist ekki hafa sagt skilið við rokkið þótt hann hafi flutt búferlum erlendis og heldur sér í formi með hljómsveit í Danmörku, auk þess að spila við og við með Brain Police. Jenni er giftur Elínu Hólmarsdóttur og á eina 17 ára stjúpdóttur, Signý Sól.

Auk þess að hafa gert garðinn frægan með Brain Police hefur Jenni tekið þátt í söngleikjum á borð við Jesus Chris Superstar og þá vakti hann athygli í Óskalögum þjóðarinnar á RÚV í fyrravetur þar sem hann söng Jet Black Joe-slagarann, Higher and higher.

Vikudagur ræddi við Jenna um tónlistina, lífið í Danmörku, unglingsárin og ýmislegt fleira. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.

Nýjast