Ég ætla að deyja á dýnunum"
Jón Óðinn Waage, eða Ódi eins flestir þekkja hann hefur kennt júdó á Akureyri í rúmlega þrjátíu ár. Hann hefur komið mörgum einstaklingum á réttan kjöl í gegnum júdóið en segir þá einstaklinga sem leitað hafi til hans ekki síður hjálpað honum sjálfum. Ódi hefur alltaf átt erfitt með skapið í sér, var hálfklikkaður að eigin sögn, og segist efast um að hann hefði náð tvítugsaldri væri hann unglingur í dag.
Vikudagur spjallaði við Óda um júdóið, barnæskuna, mótlætið, daginn og veginn en viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.