Nú um helgina var byrjað að gera göngustíg meðfram Drottningarbraut á Akureyri og er efnið fengið úr Vaðlaheiðargöngum. Efnislager Vaðlaheiðarganga efh. er orðinn fullur og hefur meðal annars verið rætt við Akureyrarbæ um að taka við efni úr göngunum.