Efni úr Vaðlaheiðargöngum fer í flughlað og göngustíg

Efnislagerinn er að fyllast
Efnislagerinn er að fyllast

Samningar verða undirritaðir á næstu dögum, þar sem ISAVIA verður heimilað að taka á móti efni úr Vaðlaheiðargöngum, sem væntanlega verður notað í gerð nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi ISAVIA, staðfestir að þegar sé búið að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir móttöku efnisins.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri bæjarstjóri á Akureyri staðfestir að rætt hafi verið við Vaðlaheiðargöng ehf. um að bærinn fái einnig efni úr göngunum. „Bærinn er tilbúinn til að taka við efni í uppfyllingu við Drottningarbraut svo hægt verði að halda áfram og ljúka við uppbyggingu á göngustíg frá Akureyrarflugvelli og inn í miðbæ.“

 Nánar um málið í prentútgáfu Vikudags

karleskil@vikudagur.is

Nýjast