Eflum öldrunarþjónustuna

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört Pálsdóttir

Þegar kemur að umönnun eldri borgara þurfum við að tryggja gæði þjónustunnar. Hlutfall íbúa 67 ára og eldri á Akureyri hefur aukist úr 10,9% árið 2000 í 11,7% árið 2014 og hefur þeim fjölgað um 478. Á sama tíma hefur aðeins fjölgað um átta rými á Öldrunarheimilum Akureyrar. Áherslan hefur farið frá því að vera hjúkrunar- og dvalarheimili í það að vera að mestu hjúkrunarheimili en árið 2000 voru 90 hjúkrunarrými af 180 í heildina. Nú 14 árum síðar eru þetta að mestu allt hjúkrunarrými. Þetta hefur kallað á aukinn mannafla og sérhæfðara starfsfólk.  

Akureyringar eru einstaklega heppnir með    í VMA er boðið upp á nám fyrir  sjúkraliða og í Háskólanum  á Akureyri í hjúkrun og iðjuþjálfun. . Hér eru því tækifærin til að bjóða íbúum bæjarins upp á faglega og góða þjónustu innan öldrunarþjónustunnar með vel menntuð starfsfólki.  Tryggja þarf að aðbúnaður á öldrunarheimilunum sé góður og að starfsmönnum líði vel í vinnunni. Vellíðan starfsmanna skilar sér í skemmtilegra andrúmslofti og betri líðan vistmanna sem er undirstaðan í Eden stefnunni sem unnið er eftir.

Komið nóg af niðurskurði

Á undanförnum árum hefur niðurskurður í kjölfar efnahagshrunsins lent m.a. á öldrunarheimilunum. Starfsmenn hafa tekið á sig á miklar hagræðingakröfur og hafa staðið sig gríðarlega vel síðustu ár við erfiðar aðstæður. Starfshlutföll voru minnkuð og m.a. tekið upp nýtt vaktarkerfi á Hlíð sem mikilvægt er að gera úttekt á hvort hafi aukið álag á starfsfólk.

Samfylkingin vill setja skýrar reglur um gæðaeftirlit með hjúkrunarheimilum og tryggja að  friðhelgi og mannréttindi aldraðra sé gætt. Við viljum gera úttekt á mönnun í öldrunarþjónustu út frá álagi á starfsfólki, veikindadögum, starfsmannaveltu og starfsánægju. Akureyringum á bestra aldri mun fjölga mikið og því er mikilvægt að við tryggjum framúrskarandi þjónustu og þá er mikilvægt að hlúa að mannauðnum sem öldrunarheimilin búa yfir. Verðandi bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar munu fylgja þessum markmiðum eftir og tryggja þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til samfélagsins, ævikvöld í öruggu og faglegu umhverfi hvort það er á þeirra eigin heimilum eða innan skilgreindra þjónustuheimila eða kjarna.

Dagbjört Pálsdóttir

Höfundur er sjúkraliði og útskrifast í vor í æskulýðsfræði við Háskólann á Akureyri og starfar í þjónustukjarna hjá Akureyrarbæ og skipar  4. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. 

 

Nýjast