Hann er þekktur fyrir lifandi lýsingar á íþróttaleikjum og hefur fylgt landanum í gegnum mörg stórmótin í handbolta og fleiri viðburði. Adolf Ingi Erlingsson rekur nú eigin útvarpsstöð eftir áratuga starf sem íþróttafréttamaður á RÚV. Hann kynntist konunni sinni 16 ára, varð pabbi fyrir átján ára aldur og þakkar konunni sinni fyrir skilninginn á öllum ferðalögunum. Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir hjá Adolfi og fjölskyldu þar sem konan hans greindist nýlega með brjóstakrabbamein.
Adolf Ingi er í ítarlegu viðtali sem nálgast má í prentútgáfu Vikudags.