Dýrt hnefahögg

Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í fangelsi fyrir að slá annan mann hnefahöggi á útihátíð í Hrísey í júlí á síðasta ári. Sá sem fyrir árásinni var hlaut skurð á kinn og fleiri áverka á andliti og krafðist 329 þúsund króna skaðabóta. Árásarmaðurinn var á skilorði þegar hann framdi verknaðinn í Hrísey, og sá dómur dæmdur með nú, og var niðurstaða dómsins þriggja mánaða fangelsi. Vegna ungs aldurs árásarmannsins var ákveðið að dómurinn yrði skilorðsbundinn til þriggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 149 þúsund króna skaðabætur ásamt dráttarvöxtum og 175 þúsund króna sakarkostnað.

Nýjast