Kristín Guðjónsdóttir hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi á VMA þegar brautskráning nemenda skólans fór fram í Hofi á Akureyri á dögunum. Um 140 nemendur útskrifuðust úr skólanum. Kristín fékk 9,3 í meðaleinkunn en einnig fékk hún verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í dönsku, ensku og íslensku. Þetta kom mér svolítið á óvart, ég var engan veginn búinn að reikna með þessu, segir Kristín, sem útskrifaðist af listnámsbraut.
Nánar er rætt við Kristínu í prentútgáfu Vikudags