Afkoman í greininni hefur því miður ekki verið nógu góð undanfarið. Það er ekki síst vegna svokallaðra druslubílaleiga sem starfa um allt land og eru að bjóða verð sem ganga ekki upp rekstrarlega séð. Þetta hefur slæm áhrif á rekstur bílaleiga sem starfa með löglegum hætti, segir Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds-Bílaleigu Akureyrar.
Gott sumar
Steingrímur segir þrátt fyrir þetta hafi sumarið hafa verið gott hjá Höldi í bílaleigu. Það hefur verið mikil traffík og er alveg ágætt að gera ennþá. Það er einhver aukning frá í fyrra en hún er minni en menn reiknuðu með í vor.
Nánar er rætt við Steingrím Birgisson í prentútgáfu Vikudags