Dró að sér 26 milljónir frá VMA

Verkmenntaskólinn á Akureyri. Mynd/Hörður Geirsson
Verkmenntaskólinn á Akureyri. Mynd/Hörður Geirsson

Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra hef­ur dæmt fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra og bók­ara Verk­mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri í fimmtán mánaða fang­elsi fyr­ir 26 millj­ón króna fjár­drátt. Fært þótti að binda tólf mánuði refs­ing­ar­inn­ar skil­orði. Fjár­mála­stjór­inn fyrr­ver­andi er 53 ára kona. Hún var ákærð fyr­ir fjár­drátt í op­in­beru starfi, með því að hafa á tíma­bil­inu frá 24. janú­ar 2005 til 15. apríl 2013, í starfi sínu dregið sér úr sjóðum skól­ans og notað heim­ild­ar­laust í eig­in þágu sam­tals kr. 26.366.281-, með því að milli­færa af reikn­ing­um skól­ans yfir á eig­in banka­reikn­ing, í sam­tals 138 skipti á of­an­greindu tíma­bili.

Kon­an játaði ský­laust brot sitt og var litið til þess við ákvörðun refs­ing­ar. „Brot ákærðu stóð yfir í nokk­urn tíma og varðar fjöl­mörg til­vik. Þá rauf ákærða trúnað með hátt­semi sinni og hef­ur ekki end­ur­greitt fjár­mun­ina. Á hinn bóg­inn ber að líta til þess að ákærða er með hreint saka­vott­orð og hún gekkst við brot­um sín­um greiðlega og skil­merki­lega hjá lög­reglu og fyr­ir dómi. Ákærða hef­ur jafn­framt samþykkt að greiða bóta­kröfu í mál­inu, en einnig hef­ur hún lýst yfir iðran,“ seg­ir í niður­stöðu dóms­ins.

Þá kem­ur fram að hún hafi í fyrra greitt tæp­lega 400 þúsund krón­ur til baka. Frá þessu er greint á mbl.is.

Nýjast