Dreymir um að verða bóndakona
Margrét Blöndal er ein ástsælasta fjölmiðlakona landsins og hefur komið víða við á rúmlega 30 ára ferli. Hún hóf ferilinn í gamla reykhúsinu við Norðurgötu árið 1983 og hefur síðan þá unnið við bæði útvarp og sjónvarp, skrifað í blöð og ýmislegt fleira. Margrét fluttist búferlum suður fyrir tveimur árum og er í sambúð með Guðmundi Óla Gunnarssyni hljómsveitastjóra.
Hún segir óvíst hversu lengi hún muni endast í fjölmiðlum, enda hafi hún kolfallið fyrir Suðurlandinu og á sér þann draum að gerast bóndakona. Vikudagur sló á þráðinn til Margrétar en viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.