Drengur Óla nýr formaður í svæðisfélagi Vinstri grænna

Drengur Óla Þorsteinsson var kjörinn formaður í svæðisfélagi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri og nágrenni á aukaaðalfundi félagsins í vikunni. Hann tekur við starfinu af Guðbergi Agli Eyjólfsson, sem sagði af sér formennsku á dögunum. Guðbergur Egill sagði sig jafnframt úr flokknum en hann hefur ekki verið ánægður með afstöðu flokksins til ýmissa mála sem og þá starfshætti sem tíðkast innan flokksins.  

Guðrún Þórsdóttir og Kolbeinn Stefánsson voru einnig kjörin ný í stjórn á aukaaðalfundinum í vikunni en auk þeirra og hins nýja formanns, eru í stjórninni þær Kristín Sigfúsdóttir og Klara Sigurðardóttir. Varamenn í stjórn eru; Helga Einarsdóttir, Hildur Friðriksdóttir og Bjarni Þórodsson.

Nýjast