Akureyrarliðin Draupnir og KA munu eigast við í 2. umferð í Valitor-bikar karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram í Boganum næstkomandi mánudag kl. 19:00 en þar hittir núverandi þjálfari Draupnis, Steingrímur Örn Eiðsson, sína gamla félaga en hann hefur verið aðstoðarþjálfari KA undanfarin ár.
Draupnir lagði Kormák að velli í fyrstu umferð, 3:2, þar sem Þorsteinn Máni Óskarsson skoraði tvívegis fyrir Draupni en Birgir Þór Þrastarson eitt mark. Jón Benedikt Sigurðsson skoraði eitt marka Kormáks en annað markið var sjálfsmark.
Þá mætast Dalvík/Reynir og KF í annarri umferð á Dalvíkurvelli en Dalvíkingar unnu Magnamenn í fyrstu umferð, 3:2. Hermann Albertsson, Orri Gústafsson og Eiríkur Páll Aðalsteinsson skoruðu fyrir Dalvík/Reyni en fyrir Magna skoraði Ibra Jagne tvívegis. Leikur Dalvíks og KF fer fram mánudaginn kemur kl. 19:00.
Þar sem Þór leikur nú í efstu deild kemur liðið ekki inn í bikarkeppnina fyrr en í 32-liða úrslitum sem hefjast þann 25. maí.