Draupnir tapaði sínum síðasta leik í D- riðli 3. deildar karla í knattspyrnu er liðið lá gegn Dalvík/Reyni í Boganum sl. laugardag. Lokatölur urðu 5-1 sigur Dalvíkur/Reynis. Viktor Már Jónasson skoraði þrennu fyrir Dalvík/Reyni í leiknum og þeir Markús Darri Jónasson og Hilmar Daníelsson sitt markið hvor. Mark Draupnis í leiknum skoraði Guðni Kárason.
Draupnir lauk keppni í neðsta sæti riðilsins með átta stig en Dalvík/Reynir hafnaði í þriðja sæti riðilsins með 26 stig og var einu stigi frá því að komast í úrslit um sæti í 2. deild að ári.