Íris Guðmundsdóttir skíðakona frá Akureyri verður meðal fjögurra keppenda frá Íslandi sem keppir í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver sem hefjast á morgun, föstudaginn 12. febrúar. Íris er aðeins 19 ára gömul en þrátt fyrir ungan aldur er hún þegar orðinn ein allra besta skíðakona landsins.
„Þetta er draumur að rætast og ég ætla að gera mitt besta þarna úti og ekki bara að vera með,” sagði Íris í samtali við Vikudag rétt áður en hún hélt utan til Kanada í vikunni.
Viðtalið við Írisi má lesa í heild sinni í Vikudegi sem kemur út í dag.