Hinsegin Norðurland stendur fyrir dragkeppni á laugardaginn kemur sem fram fer í Rósenborg á Akureyri. Um árlegan viðburð er að ræða og er þetta í fjórða sinn sem keppnin er haldin. Þetta er einn af þremur stórum viðburðum okkar ár hvert og við erum mjög spennt, segir Hildur Benediktsdóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Hún segir ekki erfitt að fá fólk til að taka þátt. Við þekkjum fólk úr öllum áttum sem er tilbúið í að klæða sig upp í drag. Pabbi einnar stúlku ætlar m.a. að skella sér í kjól, segir Hildur.
Ekki er kominn endanlegur fjöldi þátttakenda en þeir verða á bilinu 5-15 að sögn Hildar. Þemað í ár er Hollywood.