Douglas Wilson heilsar og kveður

Douglas Wilson á upphafsárunum.
Douglas Wilson á upphafsárunum.

Rokkarinn Stefán Jakobsson, betur þekktur sem Stebbi Jak, hefur undanfarin ár gert garðinn frægan sem söngvari hljómsveitarinnar Dimmu. Hann hefur þó ekki alveg sagt skilið við sokkabandsárin í tónlistinni en á framhaldsskólaárunum í Verkmanntaskólanum á Akureyri stofnaði Stefán ásamt félögum sínum hljómsveitina Douglas Wilson sem eflaust margir muna eftir. Sveitin gaf út á plötu á sínum tíma en lagði svo fljótt niður laupana.

 Hljómsveitin mun stíga á stokk á Græna hattinum á laugardaginn kemur og halda útgáfu-og lokatónleika í senn. Þar verða einnig sagðar sögur frá hljómsveitarárunum.

„Okkur félögum finnst þetta vera rétti tíminn til að klára þetta dæmi, halda síðbúna útgáfutónleika og gera upp þennan skemmtilega tíma,“ segir Stefán, en nánar er rætt við hann í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast