25. apríl, 2007 - 16:10
Fréttir
Karlmaður hefur verið dæmdur í 30 þúsund króna sekt fyrir að aka bifreið á 70 km hraða á Hrafnagilsstræti á Akureyri þar sem hámarkshraði er 30 km. Maðurinn neitaði að hafa ekið bifreiðinni en dómarinn kvaðst þekkja manninn á myndum sem lagðar voru fram í réttinum. Atvikið átti sér stað í nóvember sl. Lögreglumaður var við hraðamælingar á Hrafnagilsstræti og notaði myndavél. Hann mældi hraða bíls mannsins 70 km og var manninum í framhaldinu boðin sátt gegn því að hann greiddi 30 þúsund krónur og væri sviftur ökuleyfi í 2 mánuði. Því boði hafnaði hann.