Deildarbikarkeppni karla og kvenna í handbolta verður leikin milli jóla og nýárs en í umræðunni var að leggja keppnina niður þar sem úrslitakeppni í N1- deildinni hefur verið tekinn upp að nýju.
Fjögur efstu liðin í N1- deild karla og kvenna leika í deildarbikarnum og eru ágætis líkur á því að Akureyri Handboltafélag verði meðal keppenda í karlaflokki en liðið er sem stendur í 3. sæti N1- deildarinnar þegar ein umferð er eftir á árinu.
Leikið verður í Deildarbikarnum dagana 27. og 28. desember en leikstaðir hafa ekki verið ákveðnir.